Jæja...

Kannski tími til kominn að skrifa fyrsta blogg ársins enda góður þriðjungur af árinu liðinn! Vá hvað tíminn líður hratt... Annars finnur maður það vel hér á SV að vorið er á góðri leið með að bresta á með sól og sumaryl þó reyndar hafi snjóað smá í vikunni.

Maraþonlestur

Búinn að hafa það mjög notalegt í foreldrahúsum fyrir norðan. Búinn að sitja við lestur þar sem óvenju margir jólapakkarnir á þessu heimili innihéldu bækur auk þess sem mamma er afar dugleg að bæta við í bókahillur heimilisins.Ég las á aðfangadagskvöld 3 bækur, sú fyrsta sem ég gluggaði í er ljóðabókin Hananú eftir Pál Jónasson í Hlíð á Langanesi sem var mjög skemmtileg en fljótlegt að renna í gegnum hana, svo las ég að sjálfsögðu Harðskafa eftir Arnald Indriðason sem var í einum jólapakkanum mínum og er óhætt að segja að Arnaldur klikkar ekki frekar en fyrri daginn, að lokum fyrir svefninn datt ég í unglingabókmenntirnar og las Ef þú bara vissir eftir Mörtu Maríu Jónasdóttir & Þóru Sigurðardóttir sem er svona týpísk gelgjubók en þó endar úti í mýri.Svo er ég einnig búinn að lesa bókina  þrjá daga í október eftir Fritz M. Jörgensson sem ég fann upp í bókahillu og er það ágæt sakamálasaga, las einnig Morðið á Laugalæk eftir Þorstein B. Einarsson á meðan horfði með öðru auga á heimildamyndina um Jón Pál Sigmarsson í gærkvöldi. Svo er ég núna að glíma við að lesa Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttir sem lofar mjög góðu.Það þýðir annars ekkert að hanga á netinu þar sem nóg er eftir að lesa áður en ég fer aftur suður, en það verða örugglega einhverjar bækur fengnar að láni.

Jóla hvað ...

Nú styttist óðum í jólin og er ég nú kominn heim í heiðardalinn eins og hef gert síðan um jól síðan flutti að heiman. Ferðatilhögun þó með öðru sniði þetta árið en vanalega þar sem ég tókst ekki á flug norður þetta árið heldur tók það að mér að koma norður stærstu “jólagjöfinni” til foreldra minna, sem þau gefa sér sjálf. En það er eitt stykki sjálfrennireið sem má með sanni segja að hafi komið mér á óvart á ferð minni í gær þar sem ég bjóst ekki fyrirfram við miklum krafti né snerpu þó hið gagnstæða hafi komið í ljós. Ég lagði þó ekki í að hafa fyrir því að pakka gjöfinni inn þó ég sé hinn allra snjallasti í slíkri innpökkun! Ég kemst annars ekki almennilega í jólaskapið fyrr en ég kemst úr “rólegheitunum” í borg óttans heim í “jólastressið” í sveitinni Tounge Mamma er að vanda alveg farin á taugum fyrir þessi jólin við að bjarga öllu fyrir horn á síðustu stundu sem nauðsynlegt er fyrir jólin! WhistlingSvo er bara að krossa putta fyrir næsta föstudag og vona að flugfélagsfarsinn endurtaki sig ekki þá.Að lokum óska ég þeim sem þetta lesa gleðilegra jóla.

10 ár síðan ...

Í dag eru 10 ár síðan ég flutti úr sveitinni að norðan til Reykjavíkur. Ástæða þess að ég man ávallt þennan dag er ekki að sé með sérstaklega gott minni heldur var aðalfrétt þennan dag að Díana prinsessa hefði lent í bílslysi.

Umferðarslys

Vondar fréttir hvað alvarlegum umferðarslysum hefur fjölgað mikið það sem af er árinu en þær góðu að banaslys eru sem betur fer færri það sem af er árinu!

Annað sem mig langar að nefna fyrst að tjá mig hér um umferðina sem er mjög svo gleðilegt, hvað mér finnst lögreglan hafa verið mun meira sýnileg en oft áður. Á Hafnarfjarðarvegi, sem ég keyri daglega til og frá vinnu, sé ég reglulega lögreglubíla að fylgjast með umferðinni og mest verið hafa þeir verið á 3 stöðum á þessari leið.

 

 


mbl.is Alvarlegum umferðarslysum fjölgar mikið milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrek helgarinnar ...

var tvímælalaust hið "mjög svo skemmtilega verkefni" að þrífa bílinn minn að utan sem innan. Segi nú ekki meir en það að ekki veitti af, var fyrir löngu kominn í skömm með þetta, keyrandi um á einum skítugasta bíl bæjarins Blush En nú þarf ég allavega ekki lengur að skammast mín fyrir útlit bílsins enda orðinn skínandi hreinn og fínn Smile

Annars hefur mikið grillæði gripið um sig á mínu fámenna heimili eftir að eitt stykki almennilegt gasgrill var keypt á dögunum. Eldavélin hefur því nánast fengið algjört frí og allt mögulegt gómsætt verið grillað Cool


Laun Seðlabankastjóra

Rausnarleg hækkun til Seðlabankastjóra, 100 þúsund kall strax og aftur í lok ársins, maður væri ansi sáttur við að fá svona launahækkun Cool 


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppbygging í miðbænum

Verður gaman að fylgjst með því hvað kemur út úr þessari arkitektakeppni um skipulag Lækjartorgsreitsins. Gott að skipulagið á að ná líka til Hressingarskálans, svo bara að vona að verði byggt eitthvað fallegt á þessum reit, ekki of hátt upp í loftið sem fellur einnig að götumyndinni.
mbl.is Lækjartorg, Stjórnarráðið og Bernhöftstorfan myndi sterka heild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar

Jæja þá er komin ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem tekur við eftir hádegi á morgun. Renndi aðeins yfir stefnuyfirlýsingu flokkanna og margt ágætt að finna þar sem stjórnin ætlar að gera næstu 4 árin en sjáum til hvernig þessi stjórn mun standa sig.

Forkeppni Eurovision

Eiríkur Hauksson stóð sig með stakri prýði í forkeppni Eurovision áðan. Flottur flutningur og þeir sem á gítar með honum skiluðu sínu mjög vel Cool  Svo er bara að sjá hvort við verðum eitt af þeim 10 löndum sem kemst áfram á eftir ...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband