5.3.2007 | 20:39
Íslenskar landbúnaðarvörur
Þessi könnun Bændasamtaka Íslands kemur mjög vel út fyrir bændur landsins og ljóst að við Íslendingar kunnum vel að meta Íslenskan landbúnað og landbúnaðarvörur. Þetta er kannski eitthvað sem ég tek eftir vegna tengsla minna við landbúnaðinn þar sem fæddur og uppalinn í sveit
Íslendingar telja íslenskar landbúnaðarvörur betri en erlendar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2007 | 20:08
Lækkun VSK 1. mars
Matvöruverslanir í óða önn að undirbúa sig fyrir lækkun virðisaukaskatts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2007 | 17:38
Umhverfisóvænir Vinstri grænir
Alveg stórmerkilegt að ekki fleiri þátttakendur á landsfundi Vinstri grænna skuli hafa farið gangandi, á hjóli eða með strætó á fundinn Ekki alveg samkvæmir sjálfum sér og stefnskrá sinni, hræsni eða hvað?
Einn á hjóli hjá VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.2.2007 | 12:12
Flokkaflakk
Hlýtur að vera frekar skrýtið fyrir þá sem skipta um flokk á kjörtímabilinu, þegar þurfa svo að fá varaþingmann inn fyrir sig eins og í þessu tilfellii hjá Gunnari Erni sem byrjaði frjálslyndur en endaði sjálfstæður. Svo þegar hann fer í fæðingarorlof kemur inn óháð kona
Þessi umræða hefur komið upp áður þegar alþingismenn fara í fýlu og skipta um flokk, eins og hefur nú verið þó nokkuð um upp á síðkastið, hvort þeir eigi ekki að segja sig frá þingmennsku og inn komi næsti maður flokksins í kjördæminu. Finnst þetta allavega mjög undarlegt fyrirkomulag eins og þetta dæmi sýnir líka mjög vel.
Óháður inn fyrir sjálfstæðismann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2007 | 11:55
Ekki í lagi
Ökumaður í annarlegu ástandi skapaði stórhættu á götum Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 09:09
Týndur póstur
Pósturinn bæði í þessu hverfum í Mosfellsbæ og Grafarvogi hefur sennilega ekki nennt að bera út allan póstinn, en ég velti fyrir mér hvar fannst pósturinn eiginlega? þar sem þeir hjá Íslandspósti bera því við að starfsmaður hafi brugðist starfsskyldum sínum.
Gamall póstur borinn út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2007 | 23:48
Bensínverð
Olíuverð lækkaði um rúma 2 dali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 23:40
Kjöt eða vatn?
Athyglisverð umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompás, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi, um vatn og ýmis aukaefni sem Íslenskir kjöt- og fiskframleiðendur eru að setja í vöru sína.
Framleiðendur eru greinilega mjög margir að stunda þessi "vörusvik" til þess fyrst og fremst að græða á okkur neytendum. Vonandi verður þessi umfjöllun til að framleiðendur skammist sín og allavega merki vöruna betur með hvert hlutfall t.d. vatns í kjötinu er og innihaldslýsing sé greinargóð og segi til nákvæmlega um öll aukaefni. Allra best væri þó ef öllu svona yrði hætt tafarlaust þar sem við neytendur hljótum að gera kröfu um það að okkur sé boðin hrein og góð vara til neyslu eða hvað? En þetta var líka í umfjölluninni sett í samhengi við að ríkar kröfur séu uppi frá neytendum um lægra vöruverð. Ég allavega vil ekki að lækkun matvælaverðs feli það í sér að ég sé að fá vöru með lélegri gæði og fullt af alls konar aukaefnum og ógeði sem ekki er vitað hvaða áhrif hafi á líkamann fyrir smá lægra verð, sem svo kannski í raun er ekkert lægra þegar tekið er tillit til þess hversu mikið hráefnið rýrnar vegna vatnsinnihalds.
Svo í lokin vil ég koma því á framfæri varðandi Kompás að finnst skrýtið að þessir þættir sem áður voru alltaf í opinni dagskrá meðan hét NFS eru núna ruglaðir. Ég sem hagsýnn neytandi tími ekki að vera borga fyrir Stöð 2 en hélt að þeir hefðu yfirleitt verið með allt svona fréttatengt efni í opinni dagskrá en kannski eitthvað ný stefna hjá þeim? Svo til að nöldra meira þá koma þættirnir ekki nægilega fljótt inn á visir.is, sýnist yfirleitt ekki vera hægt að horfa á þá fyrr en daginn eftir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2007 | 18:37
Ekki er öll vitleysan eins ...
Skv. þessu frumvarpi á hinu háa Alþingi mun vísitala neysluverðs frá og með næsta ári verða reiknuð út frá verðlagi í vikutíma um miðjan mánuð en ekki út frá verðlagi fyrstu 2 daga mánaðar eins og nú er.
Ég vil koma þeirri skoðun minni á framfæri að gáfulegra væri að Alþingismenn okkar afnemi verðtryggingu af lánum! Þar sem þessi breyting skiptir væntanlega ekki neinu máli fyrir þá sem skulda verðtryggð lán. En sennilega er það því miður bara óskhyggja og fjarlægur draumur að verðtrygging verði afnumin, þar sem bankarnir þurfa víst bæði að vera með belti og axlabönd
Lagt til að vísitala neysluverðs miðist við verð í miðjum mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2007 | 19:11
Heimsóknir ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)