5.3.2007 | 20:52
Viltu finna milljón ...
Ég gerðist menningarlegur sl. föstudagskvöld og skellti mér í Borgarleikhúsið á leikritið viltu finna milljón, með rúmlega 20 manna hóp úr vinnunni. Ekki oft sem maður bregður undir sig betri fætinum og skellir sér í leikhús þó geti vissulega verið mjög gaman.
Í heildina ágætis leikrit sem skilaði sínu sem afþreying, þó fannst mér helst að sýningin væri í það lengsta, ég allavega farinn að tapa smá einbeitingu áður en kom að hléinu. Þarna áttu hins vegar helstu grínleikarar okkar góða spretti inn á milli eða þau Eggert Þorleifsson, Laddi og Helga Braga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.