Skoðanakönnun í Norðausturkjördæmi

Gaman að fylgjast með skoðanakönnunum í mínu "gamla" kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Nokkuð ljóst að ef úrslit kosninga verða á svipaðan veg og þær kannanir sem hafa verið gerðar, þá eru Sjálfstæðisflokkurinn og VG að bæta verulega við sig frá síðustu kosningum.

Það sem skýrir þetta góða gengi hjá Sjálfstæðisflokknum er sterkur listi sem var fenginn í lýðræðislegu prófkjöri, með góðri dreifingu í efstu sætum á milli Norður- og Austurlands auk þess sem endurnýjun er mikil.

Framsókn er hins vegar að tapa miklu fylgi og helming þingmanna sem með núna og hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir Utanríkisráðherrann Valgerði Sverrisdóttir.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband