Maraþonlestur

Búinn að hafa það mjög notalegt í foreldrahúsum fyrir norðan. Búinn að sitja við lestur þar sem óvenju margir jólapakkarnir á þessu heimili innihéldu bækur auk þess sem mamma er afar dugleg að bæta við í bókahillur heimilisins.Ég las á aðfangadagskvöld 3 bækur, sú fyrsta sem ég gluggaði í er ljóðabókin Hananú eftir Pál Jónasson í Hlíð á Langanesi sem var mjög skemmtileg en fljótlegt að renna í gegnum hana, svo las ég að sjálfsögðu Harðskafa eftir Arnald Indriðason sem var í einum jólapakkanum mínum og er óhætt að segja að Arnaldur klikkar ekki frekar en fyrri daginn, að lokum fyrir svefninn datt ég í unglingabókmenntirnar og las Ef þú bara vissir eftir Mörtu Maríu Jónasdóttir & Þóru Sigurðardóttir sem er svona týpísk gelgjubók en þó endar úti í mýri.Svo er ég einnig búinn að lesa bókina  þrjá daga í október eftir Fritz M. Jörgensson sem ég fann upp í bókahillu og er það ágæt sakamálasaga, las einnig Morðið á Laugalæk eftir Þorstein B. Einarsson á meðan horfði með öðru auga á heimildamyndina um Jón Pál Sigmarsson í gærkvöldi. Svo er ég núna að glíma við að lesa Bíbí eftir Vigdísi Grímsdóttir sem lofar mjög góðu.Það þýðir annars ekkert að hanga á netinu þar sem nóg er eftir að lesa áður en ég fer aftur suður, en það verða örugglega einhverjar bækur fengnar að láni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband