Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007
7.2.2007 | 13:26
12 ár síðan ... 7. febrúar 1995
Í dag eru liðin akkúrat 12 ár síðan ég eignaðist fyrsta bílinn minn en það gerðist nokkrum mánuðum eftir að ég fékk bílprófið. Bíllinn er af gerðinni Toyota Corolla Touring '92 módel og er fjórhjóladrifinn eðalvagn sem reyndist mér einstaklega vel í þau tæp 11 ár sem ég átti hann. En bílinn seldi ég í desember 2005 til foreldra minna sem eiga hann ennþá og nota mikið m.a. vegna vinnu.
Ég var reyndar ekki fyrsti eigandi þessa bíls en svo skemmtilega vill til að sú sem átti bílinn á undan mér nloggar á síðunni http://logos.blog.is
Hér fyrir neðan er svo nýleg mynd af kagganum sem er tekin í sveitinni heima
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.2.2007 | 20:54
Kjalvegur ...
Áhugaverð þessi frétt um nýjan Kjalveg sem myndi stytta vegalengdina frá Reykjavík til Akureyrar um 47 km. Að vísu þar sem um einkaframkvæmd er að ræða, þá væri veggjald sem þeir segja gæti orðið um 2.000 kr. á ferð. Tel samt að það sé kannski ekki svo dýrt því hvort eð er kostar í dag 1.000 kr. í Hvalfjarðargöngin fyrir utan svo sparnað í bensínkostnaði vegna styttingu vegalengdar. Líst vel á þessa framkvæmd og verður áhugavert að fylgjast með hvort eitthvað verður meira úr þessu
Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)