Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
5.3.2007 | 20:52
Viltu finna milljón ...
Ég gerðist menningarlegur sl. föstudagskvöld og skellti mér í Borgarleikhúsið á leikritið viltu finna milljón, með rúmlega 20 manna hóp úr vinnunni. Ekki oft sem maður bregður undir sig betri fætinum og skellir sér í leikhús þó geti vissulega verið mjög gaman.
Í heildina ágætis leikrit sem skilaði sínu sem afþreying, þó fannst mér helst að sýningin væri í það lengsta, ég allavega farinn að tapa smá einbeitingu áður en kom að hléinu. Þarna áttu hins vegar helstu grínleikarar okkar góða spretti inn á milli eða þau Eggert Þorleifsson, Laddi og Helga Braga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 20:39
Íslenskar landbúnaðarvörur
Þessi könnun Bændasamtaka Íslands kemur mjög vel út fyrir bændur landsins og ljóst að við Íslendingar kunnum vel að meta Íslenskan landbúnað og landbúnaðarvörur. Þetta er kannski eitthvað sem ég tek eftir vegna tengsla minna við landbúnaðinn þar sem fæddur og uppalinn í sveit
Íslendingar telja íslenskar landbúnaðarvörur betri en erlendar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)