Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Skoðanakönnun í Norðausturkjördæmi

Gaman að fylgjast með skoðanakönnunum í mínu "gamla" kjördæmi, Norðausturkjördæmi. Nokkuð ljóst að ef úrslit kosninga verða á svipaðan veg og þær kannanir sem hafa verið gerðar, þá eru Sjálfstæðisflokkurinn og VG að bæta verulega við sig frá síðustu kosningum.

Það sem skýrir þetta góða gengi hjá Sjálfstæðisflokknum er sterkur listi sem var fenginn í lýðræðislegu prófkjöri, með góðri dreifingu í efstu sætum á milli Norður- og Austurlands auk þess sem endurnýjun er mikil.

Framsókn er hins vegar að tapa miklu fylgi og helming þingmanna sem með núna og hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir Utanríkisráðherrann Valgerði Sverrisdóttir.

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur og VG bæta við sig í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöðugleiki...

Mjög mikilvægt að ná stöðugleika í þjóðarbúskapnum svo við förum að sjá stýrivexti Seðlabankans lækka á næstunni. Þar sem það hefur góð áhrif fyrir öll heimili í landinu!
mbl.is Brýnasta hagstjórnarverkefnið að ná stöðugleika í þjóðarbúskapnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjórfroða

Ég segi nú ekki meira en allt er hægt að rannsaka, sennilega verið mikið stuð hjá þeim félögum við að rannsaka froðuna á bjórnum Smile  Ekki viss um að sé mjög gott að vera búinn að fá sér marga öllara þegar hreyfingar loftbólanna í bjórnum eru reiknaðar út með þessari merkilegu jöfnu þeirra félaga LoL
mbl.is Bjórgátan mikla leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og vona svo sannarlega að sumarið verði gott og skemmtilegt Smile
mbl.is Sumar og vetur frusu saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyninúmer!

Það var skrýtið símtal sem ég fékk í morgun í gsm símann minn úr leyninúmeri, en konan hinu megin á línunni kynnti sig frá Félagsvísindastofnun HÍ og sagðist vera gera skoðanakönnun í mínu kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Ég benti henni á að hefði ekki áhuga á að taka þátt þar sem mögulega gæti verið um gabb að ræða!


Skrýtið veður

Ekki hægt að segja annað en veðrið hér í höfuðborginni sé búið að vera skrýtið í dag, bæði verið él/snjókoma fyrripartinn og svo sól seinnipartinn. Það er sennilega ekki alveg öruggt að vorið sé komið, gæti átt eftir að snjóa eitthvað. En ég er ekki einn af þessum bíleigendum sem þurfti að skafa í morgun, alltaf ljúft að geta brunað beint út úr upphitaða bílskýlinu á morgnana Cool
mbl.is Allra veðra von
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband