Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

Umferðarslys

Vondar fréttir hvað alvarlegum umferðarslysum hefur fjölgað mikið það sem af er árinu en þær góðu að banaslys eru sem betur fer færri það sem af er árinu!

Annað sem mig langar að nefna fyrst að tjá mig hér um umferðina sem er mjög svo gleðilegt, hvað mér finnst lögreglan hafa verið mun meira sýnileg en oft áður. Á Hafnarfjarðarvegi, sem ég keyri daglega til og frá vinnu, sé ég reglulega lögreglubíla að fylgjast með umferðinni og mest verið hafa þeir verið á 3 stöðum á þessari leið.

 

 


mbl.is Alvarlegum umferðarslysum fjölgar mikið milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afrek helgarinnar ...

var tvímælalaust hið "mjög svo skemmtilega verkefni" að þrífa bílinn minn að utan sem innan. Segi nú ekki meir en það að ekki veitti af, var fyrir löngu kominn í skömm með þetta, keyrandi um á einum skítugasta bíl bæjarins Blush En nú þarf ég allavega ekki lengur að skammast mín fyrir útlit bílsins enda orðinn skínandi hreinn og fínn Smile

Annars hefur mikið grillæði gripið um sig á mínu fámenna heimili eftir að eitt stykki almennilegt gasgrill var keypt á dögunum. Eldavélin hefur því nánast fengið algjört frí og allt mögulegt gómsætt verið grillað Cool


Laun Seðlabankastjóra

Rausnarleg hækkun til Seðlabankastjóra, 100 þúsund kall strax og aftur í lok ársins, maður væri ansi sáttur við að fá svona launahækkun Cool 


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband