Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007
26.3.2007 | 22:40
Gleðilegur ágúst 2007!
Jæja þá er ég búinn með hið einfalda verk að klára skattaskýrslu mína fyrir árið 2006, samt eitthvað sem búinn að vera fresta eða ekki haft tíma né nennu til fyrr en í kvöld, ég sjálfur viðskiptafræðingurinn!
Ég er allavega sáttur við þær niðurstöður sem komu út úr bráðabirgðaútreikningi og þess vegna verður ágúst mánuður gleðilegur í formi smá aukabónus frá skattinum. Að hluta til að þakka bæjarfélaginu mínu sem með lægra útsvar heldur en það landsmeðaltal sem dregið af launum við hver mánaðarmót
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 18:09
Staðinn að verki ...
Gert að þrífa veggjakrotið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2007 | 18:03
Annað banaslys ársins í umferðinni
Sorgleg tíðindi að annað banaslys ársins hafi átt sér stað í umferðinni í dag á Suðurlandsvegi Vona innilega að það verði færri í ár sem láta lífið í umferðinni heldur en í fyrra
Ég votta aðstandendum konunnar sem lést í umferðarslysinu samúð mína.
Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2007 | 11:25
Eurovision lag Ísraela
Ísraelar fá að taka þátt í Eurovision með þetta "horror terror" lag sitt Push the Button. Horfði og hlustaði á það á youtube, mæli ekki með því alveg hræðilega einhæft og leiðinlegt lag.
Eurovision-lag Ísraela fær að taka þátt í keppninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2007 | 12:09
Fjárdráttur ...
Á von á sex börnum með sex konum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 18:54
Minn bloggtími
Ég er búinn að finna þann tíma sem virðist helst henta til að sinna þessu bloggi. Er í aukavinnu yfirleitt 3virk kvöld vikunnar og passar mjög vel að nota tímann með því að vinna til að blogga, lesa fréttir og einnig önnur blogg. Búinn að reyna vera bæta upp fyrir bloggleysi síðastu daga.
Annars fín helgi að baki, átti mjög rólegt og gott föstudagskvöld heima. Svo á laugardagskvöld skellti ég mér á mjög skemmtilega og vel heppnaða árshátíð þar sem var í boði góður matur, flott skemmtiatriði milli rétta og ball á eftir. Ekki hægt að biðja um mikið meira
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2007 | 18:17
Þriðja kynslóð farsíma
Þá er þriðja kynslóð farsíma greinilega handan við hornið þar sem Póst- og fjarskiptastofnun er búin að veita Nova, Símanum og Vodafone rekstrarleyfi fyrir slíkt. Með þessu eiga notkunarmöguleikar farsímans að aukast og að hægt verði að gera allt með farsímanum það sem hægt er að gera á netinu.
Nova ætlar sér greinilega að koma sterkt inn á þennan markað og Síminn boðar einnig að leiða samkeppnina, vera fyrst á markað og bjóða upp á bestu þjónustuna. Spennandi að sjá allavega hvernig þetta þróast.
Nova fær formlegt rekstrarleyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2007 | 18:04
Svik og prettir sumra veitingahúsa
Fjármálaráðherra: Vonbrigði að veitingahúsin hafi ekki lækkað verð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.3.2007 | 17:51
Hækkun bensínverðs ...
Það er alltaf sama lögmálið með bensínverð. Lítið til af birgðum og olíufélögin snögg til þegar heimsmarkaðsverð hækkar en hið gagnstæða gildir þegar heimsmarkaðsverð lækkar.
Að vísu ekki öll félögin búin að hækka en hin hljóta að fylgja í kjölfarið með sömu hækkun
Verð á eldsneyti hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007 | 21:21
Fínni matur
Skv. þessari frétt verðum við Íslendingar duglegri við að kaupa okkur fínna i matinn núna eftir lækkun matarverðs 1. mars sl. Veit ekki hvort þetta muni hafa þau áhrif á mig, en lækkun verðs á veitingahúsum hefur frekar þau áhrif að maður láti það oftar eftir sér að fara út að borða.
Steik í stað samloku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)