Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Uppbygging í miðbænum

Verður gaman að fylgjst með því hvað kemur út úr þessari arkitektakeppni um skipulag Lækjartorgsreitsins. Gott að skipulagið á að ná líka til Hressingarskálans, svo bara að vona að verði byggt eitthvað fallegt á þessum reit, ekki of hátt upp í loftið sem fellur einnig að götumyndinni.
mbl.is Lækjartorg, Stjórnarráðið og Bernhöftstorfan myndi sterka heild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar

Jæja þá er komin ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sem tekur við eftir hádegi á morgun. Renndi aðeins yfir stefnuyfirlýsingu flokkanna og margt ágætt að finna þar sem stjórnin ætlar að gera næstu 4 árin en sjáum til hvernig þessi stjórn mun standa sig.

Forkeppni Eurovision

Eiríkur Hauksson stóð sig með stakri prýði í forkeppni Eurovision áðan. Flottur flutningur og þeir sem á gítar með honum skiluðu sínu mjög vel Cool  Svo er bara að sjá hvort við verðum eitt af þeim 10 löndum sem kemst áfram á eftir ...

Flóð skoðanakannana

Það verður ekki sagt annað en skoðanakannanir séu að tröllríða öllu í fjölmiðlum þessa síðustu daga fyrir kosningar, þó fylgið sé eitthvað misjafnt í þeim fyrir flokkana.

Mér finnst þessi kosningabarátta hafa verið eitthvað dauf, kannski hef ég ekki verið að fylgjast mikið með, þó reynt að sjá einhverja kosningaþætti bæði á RÚV og Stöð 2.


mbl.is Ríkisstjórnin fallin samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningar 2007

Gaman að skoða þetta á http://xhvad.bifrost.is/ Ég tók þetta að gamni og skoraði hæst 75% hjá einum flokki sem ég ætla að halda fyrir mig hver er Cool Svo voru 4 flokkar svona í kringum 40% allir og einn sem ég á ekki samleið með þar sem skoraði rúm 6%.

Kom svo sem ekkert á óvart í þessu, staðfesti þær pólitísku skoðanir sem ég hef haft hingað til Smile

 

 


Eurovision ...

Ég horfði á síðasta þáttinn með norrænu spekingunum að dæma Eurovision lögin í gær og þvílík hörmung megnið af þessum lögum. Ég hreinlega dottaði í sófanum yfir einhverjum laganna svo leiðinleg voru þau! En það segir nú kannski líka eitthvað til um þreytu og slappleika hjá mér ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband