Kjöt eða vatn?

Athyglisverð umfjöllun í fréttaskýringaþættinum Kompás, sem var sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi, um vatn  og ýmis aukaefni sem Íslenskir kjöt- og fiskframleiðendur eru að setja í vöru sína.

Framleiðendur eru greinilega mjög margir að stunda þessi "vörusvik" til þess fyrst og fremst að græða á okkur neytendum. Vonandi verður þessi umfjöllun til að framleiðendur skammist sín og allavega merki vöruna betur með hvert hlutfall t.d. vatns í kjötinu er og innihaldslýsing sé greinargóð og segi til nákvæmlega um öll aukaefni. Allra best væri þó ef öllu svona yrði hætt tafarlaust þar sem við neytendur hljótum að gera kröfu um það að okkur sé boðin hrein og góð vara til neyslu eða hvað? En þetta var líka í umfjölluninni sett í samhengi við að ríkar kröfur séu uppi frá neytendum um lægra vöruverð. Ég allavega vil ekki að lækkun matvælaverðs feli það í sér að ég sé að fá vöru með lélegri gæði og fullt af alls konar aukaefnum og ógeði sem ekki er vitað hvaða áhrif hafi á líkamann fyrir smá lægra verð, sem svo kannski í raun er ekkert lægra þegar tekið er tillit til þess hversu mikið hráefnið rýrnar vegna vatnsinnihalds.

Svo í lokin vil ég koma því á framfæri varðandi Kompás að finnst skrýtið að þessir þættir sem áður voru alltaf í opinni dagskrá meðan hét NFS eru núna ruglaðir. Ég sem hagsýnn neytandi tími ekki að vera borga fyrir Stöð 2 en hélt að þeir hefðu yfirleitt verið með allt svona fréttatengt efni í opinni dagskrá en kannski eitthvað ný stefna hjá þeim? Svo til að nöldra meira þá koma þættirnir ekki nægilega fljótt inn á visir.is, sýnist yfirleitt ekki vera hægt að horfa á þá fyrr en daginn eftir Shocking

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband