Þriðja kynslóð farsíma

Þá er þriðja kynslóð farsíma greinilega handan við hornið þar sem Póst- og fjarskiptastofnun er búin að veita Nova, Símanum og Vodafone rekstrarleyfi fyrir slíkt. Með þessu eiga notkunarmöguleikar farsímans að aukast og að hægt verði að gera allt með farsímanum það sem hægt er að gera á netinu.

Nova ætlar sér greinilega að koma sterkt inn á þennan markað og Síminn boðar einnig að leiða samkeppnina, vera fyrst á markað og bjóða upp á bestu þjónustuna. Spennandi að sjá allavega hvernig þetta þróast.


mbl.is Nova fær formlegt rekstrarleyfi fyrir þriðju kynslóð farsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Valgerður Sigurðardóttir

Það verður ekki dónalegt að geta bloggað úr símanum sínum í haustferðunum á Trukknum, allt beint í æð

Valgerður Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 21:27

2 Smámynd: Kristján

Verður fínt, ekki víst samt að þetta nái fyrir næsta haust.

Kristján, 13.3.2007 kl. 09:16

3 identicon

Það er þegar hægt að blogga, þegar hægt að skoða sjónvarp í símann og sækja tónlist... hver er nýjungin? Jú, að geta horft á viðmælandann á meðan talað er (sem eyðir rafhlöðunni mjööööög mikið).

Pétur (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 11:26

4 Smámynd: Rúnar Óli Bjarnason

Rosalega dragast menn afturúr í þessum málum á Fróni. Ég er búinn að vera með 3g síma í fjögur ár! Hann er jafnvel að verða svolítið lúinn, greyið.

Rúnar Óli Bjarnason, 13.3.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband